Vill stöðva alnæmisfaraldur fyrir 2030

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag, í tilefni alþjóðlegs dags alnæmis, halda ræðu þar sem hann leggur áherslu á að binda enda á faraldurinn í Bandaríkjunum fyrir árið 2030.

Áform eru uppi um að draga úr nýjum smitum í landinu um 75% fyrir árið 2025 og um 90% fyrir árið 2030.

Á þeim 40 árum sem eru liðin síðan bandarískir vísindamenn fundu fyrstu tilfelli sjúkdóms, sem síðar fékk nafnið AIDS, hafa 700 þúsund manns látist af hans völdum í Bandaríkjunum og yfir 36 milljónir manna í heiminum öllum.

Í dag eru 1,2 milljónir manna með sjúkdóminn í Bandaríkjunum. Hvíta húsið segir að fagnað verði þeim góða árangri sem hafi náðst í baráttunni en frá 2015 til 2019 fækkkaði nýjum HIV-smitum um átta prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert