Ómíkron gæti valdið yfir helmingi allra smita

Ekki er vitað hvort þau bóluefni sem nú eru í …
Ekki er vitað hvort þau bóluefni sem nú eru í umferði veiti góða vörn gegn nýja afbrigðinu. AFP

Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar gæti valdið yfir helmingi allra smita í Evrópu á komandi mánuðum ef fer sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu sóttvarnarstofnunar Evrópu. AFP-fréttastofan greinir frá.

Ómíkron-afbrigðið er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Það greindist fyrst í Suður-Afríku en hefur dreift sér víða um heim, þar á meðal til Íslands.

Daglegar smittölur í Suður-Afríku hafa margfaldast frá því afbrigðið greindist þar í landi. Í gær greindust 8.561 smit, samanborið við 1.275 smit viku áður. Óljóst er hvort þau bóluefni sem nú eru í umferð bjóði upp á góða vernd gegn Ómíkron en það virðist enn sem komið er ekki valda alvarlegri einkennum.

Samkvæmt spálíkani sóttvarnarstofnunarinnar er talið að afbrigðið breiðist það hratt út að næstu mánuðum verði yfir helmingar allra smita í löndum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins af völdum þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert