Carlsen nær yfirhöndinni

Carslen spilaði með hvítu í dag og telfdi hann drottningarpeðinu …
Carslen spilaði með hvítu í dag og telfdi hann drottningarpeðinu fram í fyrsta leik. Skákin þróaðist yfir í svonefnda Katalan byrjun og var hún æsispennandi. AFP

Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sigraði hinn rússneska Ian Nepomniachtchi (Nepó) í sjöttu einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák í dag. Skákin var sú lengsta í sögu heimsmeistaraeinvíganna og tefldu skákmennirnir í yfir átta klukkutíma.

Síðustu fimm skákirnar í einvíginu enduðu með jafntefli, en þeir munu tefla 14 einvígisskákir nema annar þeirra nái 7 ½ vinningi áður en 14 skákum er lokið.

Carslen hafði hvítt í dag og tefldi hann drottningarpeðinu fram í fyrsta leik. Skákin þróaðist yfir í svonefnda Katalan byrjun og var hún æsispennandi. Skákin endaði eftir 136 leiki þegar Nepó gafst upp eftir að hafa barist hetjulega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert