Bretar herða reglur á landamærum

Komufarþegar á Heathrow-flugvelli í London.
Komufarþegar á Heathrow-flugvelli í London. AFP

Ferðalangar á leið til Bretlandseyja þurfa frá og með næsta þriðjudegi að framvísa neikvæðu PCR-prófi fyrir brottför. Er það gert til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og vegna óvissunnar með Ómíkron afbrigði hennar.

Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórn landsins væri að kaupa sér tíma vegna fregna af Ómíkrón afbrigðinu en allir 12 ára og eldri verða að sýna fram á PCR-próf við brottför.

Hann ítrekaði að bólusetning væri fyrsta vörn Breta gegn veirunni og hvatti fólk til að þiggja örvunarskammta þegar slíkt væri í boði.

Alls hafa 129 tilfelli Ómíkron verið staðfest á Englandi, 30 í Skotlandi og eitt í Wales.

Umfjöllun BBC.

mbl.is