Forsætisráðherra biðst afsökunar á grímuleysi

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að hafa verið grímulaus í verslun, fjórum dögum eftir að sett var á grímuskylda á ýmsum stöðum og í almenningssamgöngum í landinu.

Myndband náðist af Fredriksen í gær í fataverslun í Kaupmannahöfn sem birtist síðan á vef fjölmiðilsins Ekstra Bladet.

„Getur komið fyrir hvern sem er“

„Þetta var einfaldlega yfirsjón af minni hálfu eftir að nýju reglurnar tóku í gildi,“ sagði forsætisráðherrann í yfirlýsingu. 

„Ég veit að þetta getur komið fyrir hvern sem er. En helst ekki fyrir mig. Augljóslega sé ég því eftir þessu og þakka þjóðinni fyrir allt sem við höfum gert til þess að halda aftur á heimsfaraldrinum.“

Í næstu viku mun Fredriksen koma fram fyrir þingnefnd vegna ákvörðunar hennar að láta aflífa rúmlega 15 milljón minka á síðasta ári vegna kórónuveirunnar. Fyrirskipunin reyndist ekki eiga sér lagastoð og leiddi til afsagnar ráðherra í ríkisstjórn Fredriksen. 

mbl.is