10 smitaðir í skemmtiferðaskipi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Tíu farþegar og starfsmenn á skemmtiferðaskipinu Norweigan Breakaway greindust með Covid-19 við komu til New Orleans. Um 3.200 farþegar voru um borð í skipinu sem hafði haft viðkomu í Mexíkó, Belís og Hondúras.

Allir starfsmenn og farþegr þurfa að taka Covd-próf áður en þau yfirgefa skipið.

Skemmtiferðir átt undir högg að sækja

Útgerðir skemmtiferðaskipa hafa þurft að mæta miklu tekjutapi síðan faraldurinn hófst. Í febrúar 2020 voru allir farþegar í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess látnir sæta sóttkví innanborðs eftir að smita greindist meðal farþega með þeim afleiðingum að þeirra 700 greindust smitaðir og 13 létust.

Síðan þá hefur starfsemin verið takmörkuð bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu en yfirvöld liðkuðuð fyrir þeim fyrr á árinu. Í Bandaríkjunum gerði sóttvarnastofnun Bandaríkjanna áskilnað um að allir farþegar skemmtiferðaskipa væru bólusettir.

mbl.is