Sagður hafa misnotað og myrt 16 ára systur sína

Skoskir lögreglumenn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni því …
Skoskir lögreglumenn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni því ekki með beinum hætti. AFP

19 ára gamall karlmaður í Skotlandi hefur verið ákærður fyrir að myrða og misnota systur sína. Lík hennar fannst í garði í South Lanarkshire.

Maðurinn heitir Connor Gibson og hét systir hans Amber Gibson. Hún var 16 ára gömul.

Amber fór frá heimili sínu um klukkan níu að kvöldi til síðastliðinn föstudag og var tilkynnt um hvarf hennar um nóttina. Lík hennar fannst svo í morgun í Cadzow Glen almenningsgarðinum.

Guardian greinir frá. 

Eftirlitsstofnun í Skotlandi hefur verið falið að skoða það hvernig lögreglan í Skotlandi fór að rannsókn mannshvarfsins.

mbl.is