34 látnir eftir eldgos í Indónesíu

Hjálparstarfsmenn halda á einu fórnarlambanna.
Hjálparstarfsmenn halda á einu fórnarlambanna. AFP

Alls eru 34 látnir og sautján er saknað eftir að eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa á eyjunni Jövu í Indónesíu á laugardaginn. 

Næstum 3.700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldgossins og er hjálparstarf í fullum gangi, að sögn almannavarna þar í landi.

Eldfjallið Semeru.
Eldfjallið Semeru. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert