Snýr aftur á vinsældalistann fimmtíu árum síðar

Bítlarnir á John F. Kennedy-flugvellinum í New York árið 1964.
Bítlarnir á John F. Kennedy-flugvellinum í New York árið 1964. AFP

Hin fimmtíu ára hljómplata Let it Be, sem var síðasta plata Bítlanna, er komin aftur á metsölulistann yfir fjörutíu mest seldu plötur vikunnar í Bretlandi. The Independent greinir frá.

Þessa endurnýjuðu vinsældir má rekja til heimildarþáttanna Get Back sem voru frumsýndir á streymisveitunni Disney+ í nóvember. Í þáttunum gafst áhorfendum innsýn inn í gerð plötunnar í áður óséðum upptökum.

Naut líka vinsælda árið 1971

Platan Let it Be seldist einnig vel á áttunda áratugnum þegar hún var upphaflega gefin út og rauk á topp vinsældarlistanna þá. Gagnrýnendur voru þó ekki á einu máli um ágæti tónlistarinnar á þeim tíma en á þeim áratugum sem fylgdu í hefur hún almennt verið lofsungin. 

Þættirnir Get Back hafa notið mikilla vinsælda í Bretlandi og víðar. Peter Jackson leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars Lord of The Rings þríleiknum og spennumyndinni King Kong.

Samkvæmt Billboard vinsældarlistanum stökk platan úr 62. sæti listans upp í það 22. á sama tíma og safnplatan 1 fór úr því 57. og upp í 37. sæti listans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert