Fær að veita Nóbelsverðlaunum viðtöku

Maria Ressa í október síðastliðnum.
Maria Ressa í október síðastliðnum. AFP

Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa frá Filippseyjum mun fljúga til Óslóar til að veita verðlaununum viðtöku eftir að dómstóll samþykkti beiðni hennar um að vera viðstödd athöfnina á föstudaginn.

Ressa, sem hefur gagnrýnt forseta Filippseyja, Rodrigo Duterte, harðlega, hlaut friðarverðlaun Nóbels í október ásamt rússneska blaðamanninum Dmitry Múratov. Voru þau verðlaunuð fyrir að „standa vörð um tjáningarfrelsið“.

Ressa, sem er laus úr fangelsi á meðan hún áfrýjar dómi sem féll í fyrra í meiðyrðamáli, þurfti að sækja um leyfi hjá þremur dómstólum til að fá að veita verðlaununum viðtöku.

mbl.is