Rohingjar höfða mál gegn Facebook

Rohingjar flýja yfir landamærin frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess.
Rohingjar flýja yfir landamærin frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess. AFP

Rohingjar hafa höfðað mál gegn Facebook þar sem krafist er 150 milljarða dala í bætur. Samfélagsmiðillinn er sakaður um að stemma ekki stigu við hatursorðræðu á síðum sínum og ýta þar með undir ofbeldi gegn þessum viðkvæma minnihlutahópi.

Málið var höfðað fyrir dómstóli í Kaliforníu. Fram kemur að algrímið á bak við Facebook ýti undir falsfregnir og öfgahyggju sem leiði til ofbeldis í raunheimum.

„Facebook er eins og vélmenni sem hefur eitt markmið: að stækka,“ sagði í dómsskjölum.

„Raunveruleikinn er sá að vöxtur Facebook, studdur af hatri, sundrungu og röngum upplýsingum, hefur skilið eftir sig sviðna jörð hjá hundruðum þúsunda rohingja.”

Múslimarnir hafa orðið fyrir miklu aðkasti í Mjanmar þar sem þeir eru óvelkomnir þrátt fyrir að margar kynslóðir þeirra hafi búið í landinu.  

Krafist er 150 milljarða dala.
Krafist er 150 milljarða dala. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert