Jafntefli í 10. skákinni

Magnus Carlsen og Ian Nepomniachtchi að tafli í Dubai í …
Magnus Carlsen og Ian Nepomniachtchi að tafli í Dubai í dag. AFP

Þeir Magnus Carlsen og Ian Nepomniachtchi skildu jafnir í 10. einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák í dag. Staðan í einvíginu er nú 6,5-3,5, Carlsen í vil, og þarf hann nú einn vinning úr fjórum síðustu skákunum til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. 

Skákmennirnir sömdu um jafntefli í 41. leik í tíðindalítilli skák.

mbl.is