Beiðni Trumps um gagnaleynd hafnað

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP

Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að koma í veg fyrir birtingu gagna úr Hvíta húsinu sem tengjast árásinni á þinghús landsins 6. janúar.

Dómstóllinn staðfesti úrskurð neðri dómstóls um að afhenda skuli rannsóknarnefnd þingsins gögnin en hún hefur rannsakað ofbeldi stuðningsmanna Trumps í þinghúsinu.

Trump, sem hefur verið sakaður um að hafa ýtt undir árásina á þinghúsið, vísaði í lög um friðhelgi forseta til að halda skjölum og símagögnum, sem gætu tengst árásinni, leyndum.

Lögmenn Trumps hafa tvær vikur til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert