Bandaríkjamenn senda sérfræðinga til Úkraínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Helstu sérfræðingar bandarískra yfirvalda í málefnum Evrasíu munu ferðast til Úkraínu og Rússlands í næstu viku vegna stöðunnar á landa­mær­um Úkraínu og Rúss­lands.

Samkvæmt utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna mun Karen Donfried sækja fundi í Kíev og Moskvu frá mánudegi fram á miðvikudag. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að Donfried muni funda með háttsettum ráðamönnum og „efla skuldbindingu Bandaríkjanna fyrir fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, og landfræðileg heilindi landsins“. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í síðustu viku um stöðuna, en Bandaríkjamenn hafa hótað Rússum umfangsmiklum viðskiptaþvingunum geri Rússar innrás í Úkraínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert