Johnson sakaður um fleiri brot á sóttvarnareglum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í vikunni sem leið.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í vikunni sem leið. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sætir nú mikilli gagnrýni eftir að dagblaðið Mirror birti myndir af Johnson í jólaboði forsætisráðuneytisins í fyrra. Af myndunum virðist Boris ekki einn í herberginu, sem var bannað á þeim tíma. 

Á jólunum í fyrra var Lundúnabúum óheimilt að hitta aðra en þá sem þeir bjuggu með. Þá var sérstaklega búið að banna vinnuveitendum að halda jólahlaðborð eða veislur.

The Guardian greinir frá

Ársgömul vika í eldlínunni

Johnson hélt spurningakeppni í gegnum fjarfundabúnað en svo virðist sem hann hafi ekki verið einn á skrifstofunni á meðan keppnin fór fram. 

Kier Stamer, formaður Verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt forsætisráðherrann harðlega fyrir þessa háttsemi og sagði hann vera versta leiðtoga sem hugsast gæti á þessum tímapunkti. 

Umrædd spurningakeppni fór fram þremur dögum áður en jólaveisla á að hafa farið fram að Downingstræti 10. Sú veisla er nú til rannsóknar eftir birtingu myndbands þar sem starfsmenn ráðuneytisins minntust á veislu í framhjáhlaupi.

Johnson neitar því harðlega að sú veisla hafi verið haldin í raun og veru, heldur hafi þetta bara ósmekklegt grín hjá starfsfólkinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert