Myndband frá La Palma sýnir hús á kafi í ösku

Eldgosið á kanaríeyjunni La Palma stendur enn yfir um tveimur mánuðum eftir að það hófst. Eyðileggingarmáttur gossins er mikill og hafa þúsundur eyjaskeggjar orðið að flýja heimili sín.

Fréttamenn AFP hafa tekið saman myndband sem sýnir heilu húsin á kafi í ösku víðs vegar um eyjuna.

Myndirnar eru teknar úr dróna í mikilli hæð og má sjá hvernig eyðileggingin nær yfir gríðarstórt svæði.

Und­an­farna daga hef­ur lítið borið á eld­fjall­inu en staðan breytt­ist snögg­lega í vikurnni en þá urðu nokkr­ar spreng­ing­ar í fjall­inu með til­heyr­andi ösku­skýi og reyk. 

Spænska svæðis­stjórn­in hef­ur fyr­ir­skipað íbú­um þriggja sveit­ar­fé­laga að halda sig inn­an­dyra þar sem há gildi brenni­stein­soxíðs mæl­ist á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert