Þrír hengdir í Japan

Yfir 100 manns hafa verið dæmdir til dauða en bíða …
Yfir 100 manns hafa verið dæmdir til dauða en bíða aftöku á dauðadeildinni svokölluðu. Mynd úr safni. AFP

Þrír fangar í Japan voru hengdir í dag. Þetta eru fyrstu aftökurnar í Japan í tvö ár. Yfirvöld í landinu segja dauðarefsinguna nauðsynlega vegna mikils fjölda hryllilegra glæpa.

Japan er aðeins eitt af fáum löndum sem halda enn í dauðarefsinguna. Stuðningur almennings þar í landi er mikill þrátt fyrir alþjóðlega gagnrýni.

Yfir 100 manns hafa verið dæmdir til dauða en bíða aftöku á dauðadeildinni svokölluðu. Flestir sem dæmdir eru til dauða í Japan eru fjöldamorðingjar.

Þetta eru fyrstu aftökurnar undir stjórn Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, en hann tók við völdum í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert