Biden ræðir við Pútín á morgun

Símtalið er á dagskrá að ósk Kreml segir talsmaður Hvíta …
Símtalið er á dagskrá að ósk Kreml segir talsmaður Hvíta hússins enn fremur. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun ræða við Vladímir Pútín, forseta Rússlands, símleiðis á morgun.

Biden mun bjóða Pútín upp á diplómatíska lausn á deilunni sem ríkir milli landanna vegna hersetu Rússa við landamæri Úkraínu segir talsmaður Hvíta hússins.

Biden mun láta Pútin vita að Bandaríkin séu tilbúin að fara diplómatísku leiðina en einnig að þau séu viðbúin ef Rússar hefja innrás í Úkraínu segir talsmaðurinn.

Bandarísk stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem ríkir við landamæri Rússlands og Úkraínu en nú eru um 100 þúsund rússneskir hermenn við landamærin.

Símtalið er á dagskrá að ósk Kreml segir talsmaður Hvíta hússins enn fremur.

Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja sjá Rússlandsher hörfa í burtu frá landamærum Úkraínu til baka að bækistöðvum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert