Tólf látnir eftir mikinn troðning

Tala látinna gæti átt eftir að hækka.
Tala látinna gæti átt eftir að hækka. AFP

Að minnsta kosti tólf eru látnir og nokkrir slasaðir eftir mikinn troðning við helgidóm í Kasmír-héraði á Indlandi í gærkvöldi.

Talið er að nokkur þúsund manns hafi verið á leið að helgidómi í héraðinu þegar atvikið átti sér stað.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagðist sorgmæddur yfir atvikinu og vonaði að þeir sem slösuðust næðu sér að fullu.

Samkvæmt AFP-fréttastofunni tróðst fólk undir þegar það mættist á þröngum stíg á leið að helgidómnum í myrkri í gærkvöldi. 

Þar kemur enn fremur fram að tala látinna gæti hækkað vegna þess mikla fjölda sem var á ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert