Flúði til Norður-Kóreu

Síðast sást til mannsins á hlutlausa svæðinu í gærkvöldi.
Síðast sást til mannsins á hlutlausa svæðinu í gærkvöldi. AFP

Ekki hefur tekist að hafa uppi á Suður-Kóreumanni sem fór yfir landamærin til norðurs. Afar sjaldgæft er að fólk reyni að koma sér þá áttina yfir landamærin, þar sem vopnaðir verðir fylgjast með öllum mannaferðum.

Síðast sást til mannsins á eftirlitsmyndavélum á hlutlausa svæðinu milli Suður- og Norður-Kóreu um klukkan hálftíu að staðartíma í gærkvöldi.

Herforingjar í Suður-Kóreu segjast ekki vita hvort maðurinn er enn á lífi en hafa sent skilaboð til kollega sinna norðan landamæranna.

Sjaldgæft er að fólki flýi til norðurs en alls hafa um 30 þúsund flúið til suðurs frá lokum Kóreustríðsins, árið 1953. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert