Fresta ekki 5G-væðingunni

Í sameiginlegu bréfi frá fyrirtækjunum tveimur segja þau að frestunin …
Í sameiginlegu bréfi frá fyrirtækjunum tveimur segja þau að frestunin væri „óábyrg“. AFP

Tvö stærstu farsímafyrirtæki Bandaríkjanna, AT&T og Verizon, höfnuðu í dag beiðni yfirvalda þar í landi um frestun 5G-innleiðingarinnar um tvær vikur. Mun því innleiðingin hefjast eftir tvo daga, þann 5. janúar, að öllu óbreyttu. BBC greinir frá.

Í sameiginlegu bréfi frá fyrirtækjunum tveimur segja þau frestun „óábyrga“. Þau myndu þar að auki ekki senda út 5G tíðnina nálægt flugvöllum, svipað og hefur verið gert í Frakklandi. „Lögmál eðlisfræðinnar eru þau sömu í Bandaríkjunum og í Frakklandi,“ segir meðal annars í bréfinu.

Flugmálastjórn Bandaríkjanna FFA hefur aftur á móti bent á að notast er við lægra tíðnisvið í Evrópu en í Bandaríkjunum, líkt og Fjarskiptastofa benti á í yfirlýsingu frá sér í dag.

Sögðu 5G ógna flugöryggi

Ýmsir í flugiðnaðinum hafa lýst yfir áhyggj­um vegna áhrifa 5G-geisl­un­ar á búnað á borð við rat­sjár­vara og eru stjórn­end­ur Boeing og Air­bus þar á meðal.

AT&T og Ver­izon hafa gert ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir og tak­markað notk­un geisl­anna en tals­fólk flugiðnaðar­ins tel­ur að ekki hafi verið nógu langt gengið í þeim efn­um.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/12/21/boeing_og_airbus_telja_5g_ogna_flugoryggi/

Sé í það minnsta ekki vandamál í Evrópu

Fjarskiptastofa sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að prófanir á vegum Evrópskra fjarskiptaeftirlitsaðila (CEPT) meðal annars í Noregi og Frakklandi hafi ekki bent til neinna truflana á hraðamælum flugvéla í Evrópu.

Tíðnisvið fyrir 5G í Evrópu sé á bilinu 3,4 til 3,8 gígarið (GHz) á meðan hraðamælarnir eru 4,2 GHz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert