Elizabeth Holmes sakfelld

Elizabeth Holmes (í miðjunni) yfirgefur réttarsalinn.
Elizabeth Holmes (í miðjunni) yfirgefur réttarsalinn. AFP

Elizabeth Holmes, stofnandi blóðprufufyrirtækisins Theranos, hefur verið sakfelld fyrir að blekkja fjárfesta.

Saksóknarar sögðu að Holmes hefði logið til um tækni sem gæti borið kennsl á sjúkdóma með nokkrum blóðdropum.

Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi hana í fjórum ákæruliðum eftir að hafa velt málinu fyrir sér í sjö daga.

Hún neitaði öllum ásökunum en hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Dómur verður kveðinn upp síðar. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert