Barnlaust fólk með gæludýr eigingjarnt

Páfinn hvetur fólk til barneigna.
Páfinn hvetur fólk til barneigna. AFP

Fólk sem fær sér gæludýr í stað þess að eignast börn er eigingjarnt. Þetta kom fram í ræðu Frans páfa í Vatíkaninu í dag. 

Páfinn sagði fólk stundum eiga eitt barn en þá sömuleiðis eiga hunda og ketti sem komi í stað barnanna. „Þetta fær fólk kannski til að hlæja en þetta er staðreynd,“ bætti páfinn við. 

Samkvæmt páfanum er þetta afneitun á föður- og móðurhlutverki og tekur þetta mannúð fólks í burtu.

Samkvæmt páfanum eiga gæludýr ekki að taka stað barna.
Samkvæmt páfanum eiga gæludýr ekki að taka stað barna. AFP

Áhætta að eignast ekki barn

Þá hvatti páfinn pör sem geta ekki eignast börn af líffræðilegum ástæðum til að íhuga ættleiðingu og ekki hrædd við foreldrahlutverkið.

„Að eignast barn er alltaf áhætta en það er meiri áhætta að eignast ekki barn, að afneita faðerni,“ sagði hann.

Páfinn segir áhættu að eignast ekki barn.
Páfinn segir áhættu að eignast ekki barn. AFP

Áður hefur páfinn gagnrýnt hið nútímasamfélag þar sem starfsframi og peningar eru mikilvægari en barneignir fyrir marga. Ekki er vitað hvort hann eigi gæludýr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert