Norður-Kórea skaut flugskeyti á loft

Eldflaugaskot í Norður-Kóreu. Mynd úr safni.
Eldflaugaskot í Norður-Kóreu. Mynd úr safni. STR

Norður-Kórea skaut á loft það sem virtist vera langdrægt flugskeyti sem lenti í sjónum í dag samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu og Japan.

Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu tilkynnti eftir neyðarfund að það hafi miklar áhyggjur af eldflauga skotum Norður-Kóreu.

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa fordæmt eldflaugaskotið og hvetja yfirvöld í Norður-Kóreu að setjast niður og leysa vandann á diplómatískan hátt.

Í þann áratug sem Kim Jong-un hefur farið með völd, hafa orðið miklar framfarir í eldflaugatækni landsins. Vegna þessara framfara hefur alþjóðlegur þrýstingur aukist og ýmis viðskiptabönn hafa hindrað hagvöxt landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert