Beint: Biden minnist árásarinnar á þinghúsið

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur ávarp í húsakynnum bandaríska þingsins nú klukkan 14 ásamt Kamölu Harris varaforseta, í tilefni af því að ár er liðið frá árás stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið. 

Ræðu Biden er streymt í beinni útsendingu hér að neðan. 

Fjöl­miðlar Vest­an­hafs hafa fengið út­drátt úr ræðu Bidens á eft­ir og í henni mun hann vara Banda­ríkja­menn við þeirri myrku framtíð sem bíður þeirra, ef ekki verður komið hlífiskildi yfir lýðræðis­leg­ar kosn­ing­ar þar í landi.

Jen Psaki, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, seg­ir að Biden muni rekja upp lyg­ar for­vera síns, Don­alds Trump, og tí­unda hvernig hann spann upp þá sam­særis­kenn­ingu að hann sjálf­ur hafi verið sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna. Biden mun þannig minn­ast þess „hryll­ings“ sem átti sér stað fyr­ir réttu ári, dag sem Biden kall­ar „dimm­an dag“ í sögu Banda­ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um fréttina