Nýr samfélagsmiðill Trumps væntanlegur í febrúar

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Fjölmiðlafyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, stefnir á að setja í loftið eigin samfélagsmiðil í febrúar, miðað við upplýsingar í smáforritaverslun Apple.

Búist er við því að appið Truth Social verði fáanlegt 21. febrúar.

Trump, sem er 75 ára, var meinaður aðgangur að Twitter, Facebook og YouTube eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna fyrir ári síðan þegar stuðningsmenn hans ruddust inn í þinghúsið eftir að hafa hlýtt á endurteknar falskar fullyrðingar hans um að þingkosningunum í nóvember 2020 hafi verið stolið frá honum.

Trump segir að nýi samfélagsmiðillinn muni keppa við netfyrirtæki úr Kísildalnum sem hann segir að beiti hann og aðra sem eru íhaldssamir órétti.

Sem stendur er Truth Social eingöngu notað af völdum gestum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert