Kanadísku „fábjánarnir“ komnir til síns heima

Ferðalangarnir eru nú komnir til síns heima frá Mexíkó.
Ferðalangarnir eru nú komnir til síns heima frá Mexíkó. AFP

Hópur kanadískra áhrifavalda er nú kominn til síns heima eftir að hafa orðið strandaglópar í Mexíkó, en öll flug­fé­lög þver­neituðu að hleypa hópnum um borð í nokk­urt flug­f­ar eftir að hafa brotið gróf­lega gegn flest­um nú­gild­andi sótt­varn­a­regl­um Vest­ur­landa.

Á vef BBC er greint frá því að einstaklingarnir 27 munu sæta rannsókn í Kanada. Sumir í hópnum gætu átt yfir höfði sér harðar refsingar.

Mynd­skeið af hópn­um um borð í flug­vél­inni dúkkuðu upp á sam­fé­lags­miðlum, þar sem fólkið sást dansa grímu­laust í sæt­um og á göng­um flug­vél­ar­inn­ar á meðan stór­efl­is vod­kaflaska gekk manna á milli.

Jean-Yves Duclos, heilbrigðisráðherra Kanada, sagði í yfirlýsingu í gær að hópurinn hafi farið í Covid-próf er þau lentu í Kanada og væri nú til rannsóknar. Einstaklingarnir gætu átt yfir höfði sér fimm þúsund dollara sekt fyrir hvert sóttvarnarbrot, eða um hálf milljón króna.

Hátt­semi áhrifa­vald­anna hafði þau áhrif, að kanadíski for­sæt­is­ráðherr­ann Just­in Trudeau er æfur af bræði og kallaði fólkið „fá­bjána“ og „villi­menn“, auk þess að halda því fram, að hegðunin væri „löðrung­ur í and­litið“ gagn­vart fólki, sem fylgdi sótt­varn­a­regl­um yf­ir­valda.

mbl.is