Hertar aðgerðir í Svíþjóð

Magdalena Andersson á blaðamannafundinum í dag.
Magdalena Andersson á blaðamannafundinum í dag. AFP

Svíar tilkynntu í dag um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar. Meðal annars verður veitingastöðum og börum lokað fyrr og 500 manns mega koma saman opinberlega.

Samkvæmt þessum nýju takmörkunum þurfa veitingastaðir og barir að loka klukkan 23 á kvöldin og sýna þarf fram á bólusetningarvottorð fyrir opinbera viðburði innandyra þar sem yfir 50 manns koma saman.

Aðeins mega 20 manns koma saman í einkaviðburðum innandyra.

Breytingarnar taka gildi á miðvikudag.

Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð til að mega fara á viðburði innandyra fyrir meira en 500 manns. En frá og með miðvikudeginum verður hámarkið 500 manns og verður bólusetningarvottorð skylda fyrir yfir 50 manna viðburði.

„Núna er staðan þannig að smitin hafa aldrei verið fleiri,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi.

Í síðustu viku mældust mest 23.877 smit 5. janúar í Svíþjóð, þar sem Ómíkron-afbrigðið hefur náð yfirhöndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert