Einangrun stytt í fimm daga

Janúarkvöld í London.
Janúarkvöld í London. AFP

Fjöldi daga í einangrun, fyrir þá sem greinst hafa með Covid-19, hefur verið minnkaður í „fimm heila daga“ í Englandi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands fyrir skemmstu. 

BBC greinir frá. Frá og með mánudeginum mun fólk útskrifast úr einangrun við upphaf sjötta dags frá smiti, að tveimur neikvæðum PCR-prófum undangengnum.

Í umræðum um breytinguna í þinginu sagði Javid að þrátt fyrir að Bretar væru að læra að lifa með veirunni verður áfram mikið álag á heilbrigðiskerfinu þeirra (NHS), næstu vikurnar.

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands.
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert