Setja verðþak á heimapróf

Mynda af heimaprófi í spænsku borginni Madríd.
Mynda af heimaprófi í spænsku borginni Madríd. AFP

Spánverjar hafa ákveðið að setja verðþak á heimapróf vegna Covid-19 og mun það framvegis kosta tæpar þrjár evrur, eða um 440 krónur.

Ástæðan fyrir þessu eru óánægjuraddir vegna hárrar verðlagningar á heimaprófunum.

Nýju reglurnar taka gildi á laugardaginn eftir margra vikna þrýsting á ríkisstjórn landsins vegna verðsins. Þurfu viðskiptavinir að borga á bilinu sjö til tólf evrur fyrir eitt heimapróf, eða 1.000 til tæplega 1.800 krónur.

Spánverjar bíða eftir að komast í sýnatöku.
Spánverjar bíða eftir að komast í sýnatöku. AFP

Heilbrigðisráðherra Spánar, Carolina Darias, segir stjórnvöld einnig ætla að bjóða upp á örvunarskammt fyrir þá sem eru á aldrinum 18 til 39 ára, eða þriðja skammtinn. Hægt verður að fá hann fimm mánuðum eftir annan skammtinn í stað sex mánaða eins og biðtíminn var áður.

Gagnrýnendur segja að verðþakið komi allt of seint. Mikil eftirspurn var eftir heimaprófunum um jólin eftir að Ómíkron-afbrigðið fór á fullt. Það varð til þess að heimapróf voru af skornum skammti og hækkaði verð þeirra í framhaldinu.

mbl.is