Forsætisráðherra Svíþjóðar með veiruna

Magdalena Andersson.
Magdalena Andersson. AFP

Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur greinst með kórónuveiruna.

Hún er þar með þriðji flokksleiðtoginn í landinu sem smitast af Covid-19 eftir fund sem var haldinn fyrr í vikunni.

Að sögn upplýsingafulltrúa hennar mun hún starfa heiman frá sér á næstunni. Bætti hann við að Andersson liði vel „miðað við aðstæður“.

Auk hennar hafa þau Per Bolund, leiðtogi Græningja, ásamt Mörtu Stenevi og leiðtoga Miðflokksins, Annie Loof, einnig smitast af veirunni eftir fund flokksleiðtoga sem var haldinn á miðvikudaginn.

mbl.is