Eitt kraftmesta gos í seinni tíð

Mynd frá japanksa Himawari-8 gervihnettinum af gosmekkinum.
Mynd frá japanksa Himawari-8 gervihnettinum af gosmekkinum. AFP

Eldgosið í Tonga-eyjaklasanum sem varð í nótt er eitt kraftmesta eldgos sem orðið hefur í seinni tíð.

Þetta kemur fram á síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook, sem haldið er úti af sérfræðingum. 

Gervihnattamyndir sýni risavaxinn gosmökk rísa upp í að minnsta kosti 30 kílómetra hæð á stuttum tíma. 

„Á 40 mínútum hafði mökkurinn breitt svo úr sér að hann mældist um 400 km í þvermál. Undir mekkinum skall á kolniðamyrkur,“ segir í færslu hópsins. 

Fram kemur að svo öflug eldsumbrot séu fátíð á jörðu. „Mögulega þarf að leita aftur til ársins 1991 þegar eldfjallið Pinatubo á Filippseyjum sprakk í loft upp til að finna álíka sprengingu. Gosið í nótt hefur um tíma náð plínískum sprengifasa.mbl.is