Helsti vettvangur þjófnaðar

Brotist er inn í tugi frakt gáma í lestum í Los Angeles á hverjum degi. 

Þjófar klifra upp á gámana þegar lestarnar nema staðar, klippa á lása og opna kassa sem oftar en ekki eru sendingar á heimili frá netinnkaupum. 

Fram kemur í meðfylgjandi myndskeiði frá fréttastofu AFP að lestarteinar borgarinnar séu orðinn helst vettvangur þjófnaðar í borginni og hafi stóraukist á tímum heimsfaraldursins, sem og heimsendingar og netverslun. 

Eftir liggja tómir pappakassar á víð og dreif umhverfis lestarteinanna og kaupendur sitja eftir með sárt ennið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert