Myrt er hún var úti að hlaupa um hábjartan dag

Murphy var úti að hlaupa á fjölförnum hlaupastíg fyrir utan …
Murphy var úti að hlaupa á fjölförnum hlaupastíg fyrir utan heimabæinn sinn, Tullamore í Offaly-sýslu, um hábjartan dag er ráðist var á hana og hún drepin.

Þúsundir hafa sótt vökur víðs vegar á Írlandi til minningar um Ashling Murphy, 23 ára grunnskólakennara á Írlandi, sem var myrt á miðvikudag. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Murphy var úti að hlaupa á fjölförnum hlaupastíg fyrir utan heimabæinn sinn, Tullamore í Offaly-sýslu, um hábjartan dag er ráðist var á hana og hún drepin. Mikil reiði og sorg ríkir í landinu og er umræða um öryggi kvenna í hámæli.

Lögreglurannsókn á málinu stendur nú yfir en karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á fimmtudag. Hann var síðan látinn laus um kvöldið sama dag og er að sögn lögreglu ekki lengur grunaður í málinu.

Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan írska þingið

Kvennaráð Írlands tilkynnti um fjölda vaka sem haldnar voru um allt landið í gær og í dag. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman og minntist Murphy. Fjölskylda hennar þakkaði fólki fyrir yfirþyrmandi stuðning en óskaði eftir næði, rými og tíma til að vinna úr andláti Murphy.

Ein fjölsóttasta vakan var haldin fyrir utan írska þingið og var Micheal Martin, forsætisráðherra Írlands, á meðal þeirra sem viðstaddir voru. Talaði forsætisráðherrann um að karlmenn þurfi að hlusta meira á konur.

„Karlmenn vilja stíga upp hér og tryggja að við getum búið til annars konar samfélag, þar sem fólki finnst það vera öruggt, og umbreyta menningunni um slæma hegðun og ofbeldi gagnvart konum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert