Vildu ekki ræða um veiruleka frá Wuhan

Bólusetning í Wuhan í Kína.
Bólusetning í Wuhan í Kína. AFP

Háttsettir vestrænir vísindamenn töldu frá upphafi að líklegt væri að kórónuveiran hefði lekið út af rannsóknarstofu í Kína fyrir slysni, en óttuðust að umræða um það myndi skaða vísindasamfélagið í Kína. Þetta kemur fram í tölvupóstum, sem birtir voru í vikunni.

Sir Jeremy Farrar, forstjóri Wellcome-sjóðsins, sendi tölvupóst hinn 2. febrúar 2020 til Anthonys Faucis og Francis Collins við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, þar sem hann sagði að „líkleg skýring“ á uppruna faraldursins væri sú að Covid-19 hefði þróast ört frá veiru í líkingu við Sars í vef úr mannslíkama á rannsóknarstofu með lágan öryggisstaðal. Hann sagði ennfremur að slík þróun gæti fyrir slysni hafa búið til veiru, sem væri kjörin til þess að smitast hratt á milli manna.

Collins svaraði sir Jeremy að „frekari umræða myndi valda óþörfum skaða fyrir vísindin almennt og vísindasamfélagið í Kína sérstaklega“. Hann bætti við að hún gæti einnig laskað „alþjóðlegan samhljóm“ í viðureign við hinn þá nýhafna faraldur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert