Harry vill greiða fyrir lögregluvernd í Bretlandi

Harry og eiginkona hans Meghan í nóvember síðastliðnum.
Harry og eiginkona hans Meghan í nóvember síðastliðnum. AFP

Harry Bretaprins hefur áfrýjað ákvörðun breskra yfirvalda um að banna honum að greiða sjálfur fyrir lögregluvernd þegar hann heimsækir Bretland.

Harry, sem er búsettur í Bandaríkjunum, segir að öryggisverðir hans séu ekki með nægilega lögsögu í öðrum löndum, að því er BBC greinir frá. 

Hann missti réttinn á lögregluvernd, fjármagnaðri með skattfé, eftir að hann ákvað að hætta að sinna konunglegum skyldum sínum árið 2020.

Harry segist vilja heimsækja heimaland sitt með fjölskyldu sinni en vill tryggja öryggi hennar.

Ákvörðunin um að óska eftir endurskoðun Hæstaréttar vegna málsins kemur eftir atvik sem varð í London í júlí í fyrra þegar ljósmyndarar eltu bíl hertogans þegar hann yfirgaf góðgerðarviðburð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert