Árásin dæmi um „hörmulegt gyðingahatur“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmir árásina og kallar hana hörmulegt …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmir árásina og kallar hana hörmulegt hryðjuverk. AFP

Bresk stjórnvöld munu leggja sitt af mörkum til hjálpar bandarískra lögregluyfirvalda sem rannsaka nú gíslatöku í bænahúsi gyðinga í Texas. Sá sem grunaður er um ódæðisverkið er breskur ríkisborgari.

„Þessi hryðjuverk eru til marks um hörmulegt gyðingahatur,“ sagði talsmaður Borisar Johnson forsætisráðherra Bretlands. Í gíslatökunni lést einn, Malik Faisal Akram, en fjórir voru teknir í gíslingu.

Múslimaráð Bretlands fordæmir árásina

Umsátrið stóð yfir í tíu klukkustundir í smábænum Colleyville í Texas og er gíslatökumaðurinn sagður hafa krafist lausnar dæmds hryðjuverkemanns.

Breska lögreglan hefur handtekið tvö ungmenni sem talin eru tengjast atburðinum.

Múslimaráð Bretlands hefur fordæmt árásina og telur mikilvægt að allir sameinist gegn hatursglæpum sem þessum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert