Segir Johnson hafa fengið viðvörun vegna veislnanna

Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. AFP

Fyrr­ver­andi ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Johnson hafi verið varaður við því að halda veisl­ur í Down­ing­stæti er út­göngu­bann var í gildi þar í landi síðasta vor.

Dom­inic Cumm­ings var einn helsti ráðgjafi Johnson áður en hann hætti í starfi í nóvember árið 2020. Hann hefur verið einkar gagnrýnin á forsætisráðherrann eftir það.

Á vef BBC er greint frá því að Johnson hafi lítið gefið fyrir áhyggjur varðandi veislurnar að sögn Cummings.

Johnson hefur viðurkennt að hafa sótt veislu í Down­ing­stæti þann 20. maí árið 2020 en hann sagðist hafa haldið að hún tengdist starfinu.

Talsmenn forsætisembættisins neita ásökunum Cummings um að Johnson hafi verið varaður við veislunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert