Johnson segist ekki hafa verið varaður við

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands neitar því að hann hafi verið varaður við því að boð sem hann hélt á Downingsstræti í kórónuveirufaraldrinum hefðu brotið sóttvarnareglur í landinu. 

„Enginn varaði mig við því að þetta færi gegn reglunum. Ég hefði munað eftir því ef svo væri,“ segir Johnson. 

Dominic Cummings, fyrrum ráðgjafi Johnson, segist hafa varað forsætisráðherrann við því að veislur og boð brytu gegn útgöngubanni. 

Nú er til skoðunar hvort að Johnson hafi vísvitandi villt fyrir um þingmönnum breska þingsins þegar veisluhöld á Downingsstræti voru til umræðu. Johnson segist ætla að sjá niðurstöður þeirrar rannsóknar áður en hann íhugi að segja af sér vegna málsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina