Tvö dauðsföll vegna eldgossins á Tonga

Tvö dauðsföll hafa verið staðfest á eyjaklasanum Tonga í Kyrrahafi eftir neðansjávargos þar á laugardag. Mikið öskufall hindrar björgunaraðgerðir.

Nýsjálensk yfirvöld vinna nú að því að senda aðstoð til Tonga. Aska sem liggur á aðalflugvelli eyjarinnar hefur komið í veg fyrir að flugvélar geti lent þar.

Mynd sem var tekin af starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Ástralíu sem flugu …
Mynd sem var tekin af starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Ástralíu sem flugu yfir Tonga í gær. AFP

Þá mun það taka nokkra daga fyrir herskip með vistir að ná til eyjaskeggja, að sögn yfirvalda á Nýja-Sjálandi.

Gervitunglamyndir sem teknar voru í dag sýna að þar sem eldfjallið stóð yfir sjávarmáli fyrir nokkrum dögum er nú einungis sjór.

Sprengigos við Tonga. Graf sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. …
Sprengigos við Tonga. Graf sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. janúar. AFP

Neðansjávareldgos varð á Tonga á laugardag og olli það verulegri eyðileggingu, t.a.m. á neðansjávarstreng, sem varð til þess að eyjan missti samband við umheiminn. 

Rafmagni hefur verið komið á sums staðar í höfuðborg Tonga sem og símasambandi innanlands. Enn er símasamband út úr landinu rofið. 

Mynd sem var tekin af starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Ástralíu sem flugu …
Mynd sem var tekin af starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Ástralíu sem flugu yfir Tonga í gær. AFP

Nýsjálenskar og ástralskar flugvélar hafa flogið yfir Tonga til þess að leggja mat á skemmdir þar. Að minnsta kosti tvær manneskjur hafa týnt lífi vegna eldgossins en ekki er vitað hve margir hafa særst.

Önnur hinna látnu var hin breska Angela Glover sem lést þegar hún ætlaði sér að bjarga hundinum sínum.

Fréttin hefur verið uppfærð

Mynd sem var tekin af starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Ástralíu sem flugu …
Mynd sem var tekin af starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Ástralíu sem flugu yfir Tonga í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert