Ákærður fyrir morðið á Ashling Murphy

Murphy var úti að hlaupa á fjölförnum hlaupastíg fyrir utan …
Murphy var úti að hlaupa á fjölförnum hlaupastíg fyrir utan heimabæinn sinn ,Tullamore í Offaly-sýslu, um hábjartan dag er ráðist var á hana og hún drepin. Skjáskot/Twitter

Jozef Puska, 31 ára karlmaður búsettur í Tullamore á Írlandi, hefur verið ákærður fyrir morðið á Ashling Murphy, 23 ára grunnskólakennara á Írlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Murp­hy var úti að hlaupa á fjöl­förn­um hlaupa­stíg fyr­ir utan heima­bæ­inn sinn, Tullamore í Offa­ly-sýslu, um há­bjart­an dag er ráðist var á hana og hún drep­in. Mik­il reiði og sorg hefur ríkt í land­inu og umræða um ör­yggi kvenna verið í há­mæli.

Þegar ákæran var borin undir Puska svaraði hann „nei“. Verjandi hans sótti um ókeypis lögfræðiaðstoð og túlk. Hann sagði að Puska væri slóvakískur ríkisborgari sem lifir á um 200 evrum, eða um 30.000 þúsund krónum, á viku.

Dómari í málinu hefur úrskurðað Puska í gæsluvarðhald þar til hann mætir fyrir Clover Hill héraðsdómi, þann 26. janúar.

Annar karlmaður á þrítugsaldri sem handtekinn var í síðustu viku vegna málsins hefur verið látinn laus án ákæru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert