Breytingar á kosningalöggjöf náðu ekki í gegn

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AFP

Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði tveimur frumvörpum um breytingar á kosningalöggjöf landsins en Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði barist fyrir því að koma málinu í gegnum þingið.

Fulltrúadeild þingins, þar sem demókratar eru í meirihluta, samþykkti frumvarpið í síðustu viku.

„Ég er virkilega vonsvikinn yfir því að þinginu hafi ekki tekist að standa með lýðræðinu. Ég er vonsvikinn en ég læt þetta ekki stöðva mig,“ sagði Biden í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir atkvæðagreiðsluna.

Lögunum var ætlað að verja kosningarétt almennings gegn því sem demókratar segja aðför íhaldssamra ríkja að svörtum kjósendum og öðrum minnihlutahópum.

mbl.is