Talíbanar væntanlegir í Ósló

Sendinefnd talíbana er væntanleg til Óslóar til að ræða um …
Sendinefnd talíbana er væntanleg til Óslóar til að ræða um mannúðaraðstoð. AFP

Sendinefnd talíbana er væntanleg til Óslóar til að funda með norskum embættismönnum og fulltrúum borgaralegs samfélags í Afganistan um mannúðaraðstoð. Á fundinum verður áhersla lögð á ástandið sem ríkir í Afganistan og mannréttindi. 

„Í Ósló munu talíbanar hitta fulltrúa norskra yfirvalda og embættismanna frá fjölda annarra bandalagsríkja,“ segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins. 

Heimsókn sendinefndarinnar er skipulögð frá sunnudegi og fram á þriðjudag.

Alvarleg mannúðarkrísa hefur vofað yfir í Afganistan þar sem matur og vatn hefur verið af skornum skammti. Miklir þurrkatímar hafa gengið þar yfir með tilheyrandi tjóni fyrir landbúnað þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert