Fannst látinn undan ströndum Asóreyja

Savin um borð í bátnum í fyrra.
Savin um borð í bátnum í fyrra. AFP

Jean-Jacques Savin, 75 ára Frakki sem hugðist róa yfir Atlantshafið „til að storka ellinni“, fannst látinn í báti sínum í kvöld.

Strandgæsla Portúgals fann lík Savin um borð í báti hans, sem hvolft hafði undan strönd Asóreyja.

Savin lagði af stað á nýársdag.
Savin lagði af stað á nýársdag. AFP

Fór yfir hafið árið 2019

Savin, sem var fyrrverandi fallhlífahermaður og þríþrautakappi, lagði af stað frá suðurodda Portúgals á nýársdag. Ekkert hafði heyrst frá honum síðan á aðfaranótt föstudags, þegar hann setti í gang tvo neyðarsenda.

Árið 2019 ferðaðist hann yfir Atlantshafið í til þess gerðri tunnu. Tók ferðalagið 127 daga og fylgdust þúsundir með framgangi hans.

Savin hafði í þetta sinn aftur vonast til að ná til Karíbahafsins, en nú í átta metra löngum árabát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert