Neita fregnum af brottflutningi frá Úkraínu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandaríska utanríkisráðuneytið neitar fregnum af því að erindrekum hafi verið fyrirskipað að yfirgefa Úkraínu á morgun í kjölfar aukinnar spennu á landamærum Úkraínu og Rússlands.

Vestrænar þjóðir áætla að Rússar hafi sent hátt í hundrað þúsund hermenn að landamærunum og Hvíta húsið hefur varað við því að Rússar gætu ráðist inn hvenær sem er. 

Áætlunarflug til staðar ef flytja eigi fólk

Utanríkisþjónusta Bandaríkjanna segir að þó svo yrði myndu Bandaríkin ekki flytja ríkisborgarana sína alla frá svæðinu. 

„Áætlunarflug eru til staðar ef þess gerist þörf,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu sem hefur þó ráðið fólki frá því að ferðast til landsins vegna aukinnar ógnar frá Rússlandi. 

Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna funda um þessar mundir í Genf um ástandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert