Lík Savin fannst ekki í gær

Lík Jean-Jacques Savin er enn ófundið þrátt fyrir tilkynningar gærdagsins.
Lík Jean-Jacques Savin er enn ófundið þrátt fyrir tilkynningar gærdagsins. AFP

Portúgalski sjóherinn tilkynnti í dag að lík Jean-Jacques Savin, 75 ára Frakka sem hugðist róa yfir Atlantshafið, væri enn ófundið, degi eftir að tilkynnt var að hann hefði fundist látinn í bát sínum.

Segir í tilkynningu frá sjóhernum að leitinni að Savin hefði lokið í gærkvöldi án þess að líkfundur hafi orðið.

Spurður af AFP sagði talsmaður sjóhersins að meðan á björgunaraðgerðunum stóð hafi verið  „sterkar ástæður til að ætla að lík gæti verið inni í“, farþegarými skips Savin, Audacieux.

Árabáturinn prófaður í fyrra.
Árabáturinn prófaður í fyrra. AFP

Sögðu að kafari hefði fundið líkið

Yfirlýsing sjóhersins stangast á við skilaboð laugardagsins frá teyminu sem studdi Savin í ferð hans yfir Atlantshafið. Það sagði að portúgalska strandgæslan hefði fundið bát hans sem hvolfdi undan portúgölsku Asóreyjunum á föstudaginn og að á laugardaginn hefði kafari fundið lík Savin inni í bátnum.

Savin lagði af stað frá suðurodda meginlands Portúgals 1. janúar og hafði vonast eftir að komast til Karíbahafsins, á árabát sínum, sem var átta metra langur og 1,70 metrar á breidd.

Ekkert hafði heyrst frá Savin frá fimmtudegi til föstudags en þá kveikti hann á tveimur neyðarsendum.

Savin hugðist róa yfir Atlants­hafið „til að storka ell­inni“.
Savin hugðist róa yfir Atlants­hafið „til að storka ell­inni“. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert