Skógareldar koma vísindamönnum alveg að óvörum

Eldarnir eru taldir einkennilegir.
Eldarnir eru taldir einkennilegir. AFP

Hraðbraut hefur verið lokað og svæði rýmd vegna skógarelda sem geisa nú í Monterey-héraði í Kaliforníu. Veðurstofa Bandaríkjanna (NWS) tilkynnti um „einkennilega elda“ eftir vota október- og desembermánuði. 

BBC greinir frá.

Eldarnir sem loga nú hafa náð yfir sex þúsund ferkílómetra svæði á miðstrandlengjunni og slá því við skógareldunum sem urðu í Colorado fyrir tíu dögum. Vindasamt er á svæðinu og hafa því eldarnir færst nærri sjónum og Bixby-brúnni víðfrægu.

Þrettán slökkvistöðvar kallaðar út

Mannskapur af þrettán slökkvistöðvum í Kaliforníu hefur verið sendur til þess að ráða niðurlögum eldsins en athygli vekur að eldurinn logar á svæði þar sem lítið sem ekkert hefur verið um skógarelda.

Veðurstofa Bandaríkjanna segir í tísti að veðurfarið hjálpi ekki til við að koma í veg fyrir skógarelda og þar gætu loftslagsbreytingar átt hlut að máli.mbl.is