Játar að hafa rænt stúlkunni

Cleo Smith á spítala daginn eftir að hún fannst á …
Cleo Smith á spítala daginn eftir að hún fannst á heimili mannsins. AFP

Ástralskur maður hefur játað sök í máli Cleo Smith, fjögurra ára stúlku sem var rænt þann 16. október síðastliðinn og haldið fanginni í 18 daga. Hún fannst heil á húfi þann 2. nóvember.

BBC greinir frá.

Cleo var í útilegu ásamt fjölskyldu sinni í vesturhluta Ástralíu þegar hún var tekin úr tjaldi foreldra sinna. Umfangsmikil leit upphófst í kjölfarið og vakti hvarf hennar gríðarlega mikla athygli. 

Lögreglan fann hana rúmum tveimur vikum síðar á heimili ókunnugs manns í heimabæ fjölskyldunnar, Carnarvon, sem er einnig í nálægð við tjaldsvæðið.

Játningin kom á óvart

Terrence Darrell Kelly, 36 ára ástralskur maður, játað fyrir dómi í dag að hafa rænt stúlkunni. Honum hefur verið haldið í varðhaldi frá 5. nóvember, tveimur dögum eftir að lögreglan gerði húsleit á heimili hans og fann Cleo. Hann var handtekinn á nálægri götu.

Játningin kom mörgum verulega á óvart samkvæmt áströlskum fjölmiðlum en búist var við löngum réttarhöldum í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert