Þrjár milljónir leyndust í ruslpóstinum

Hún segist nú ætla að fara snemma á eftirlaun og …
Hún segist nú ætla að fara snemma á eftirlaun og fylgjast betur með tölvupóstum sínum í framtíðinni. Ljósmynd/Michigan Lottery

Bandarísk kona uppgötvaði að hún hafði unnið þrjár milljónir bandaríkjadala, eða um 523 milljónir íslenskra króna, í lottói eftir að hafa skoðað ruslpóstmöppuna á tölvupóstinum sínum.

Laura Spears, 55 ára, hafði keypt Mega Millions lottómiða á netinu í ríkislottóinu eftir að hún hafði tekið eftir því að gullpottur lottósins hafði farið hátt í hundruð milljóna.

„Nokkrum dögum síðar var ég að leita að týndum tölvupósti frá einhverjum, svo ég skoðaði ruslpóstmöppuna á tölupóstareikningnum mínum,“ sagði hún við umsjónarmenn lottósins.

„Þá sá ég tölvupóst frá happdrættinu um að ég hefði unnið vinning. Ég trúði ekki því sem ég var að lesa, svo ég skráði mig inn á happdrættisreikninginn minn til að staðfesta skilaboðin í tölvupóstinum,“ sagði hún.

Hún segist nú ætla að fara snemma á eftirlaun og fylgjast betur með tölvupóstum sínum í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert