Ung kona látin eftir skotárásina

Lögreglumenn skammt frá vettvangi glæpsins.
Lögreglumenn skammt frá vettvangi glæpsins. AFP

Ung kona er látin og þrír til viðbótar eru alvarlega særðir eftir skotárásina í fyrirlestrarsal í Heidelberg-háskóla í suðvesturhluta Þýskalands.

Árásarmaðurinn fyrirfór sér eftir að hafa skotið á fólkið og yfirgefið salinn, að sögn lögreglunnar. Hann skaut „út um allan“ salinn, að sögn talsmanns lögreglunnar.

Fyrr í dag var greint frá því að fjórir hefðu særst alvarlega í árásinni en konan lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Svæðið var girt af.
Svæðið var girt af. AFP
mbl.is